5. desember 2024 kl. 16:16
Íþróttir
EM í handbolta 2024

Svíar líta afar vel út

Svíþjóð vann fyrsta leikinn í milliriðli gegn Póllandi, 33–25. Fyrri hálfleikur var hnífjafn nær allan tímann. Undir lok hans náðu þær sænsku þó tveggja marka forskoti og staðan var 17–15 í hálfleik. Svíar skoruðu síðustu þrjú mörkin fyrir hálfleik og héldu uppteknum hætti í byrjun seinni helmings. Því varð úr að sigurinn var nokkuð öruggur og mismunurinn að lokum átta mörk.

Elin Hansson, leikmaður Svía, fagnar marki gegn Póllandi á EM kvenna í handbolta 2024.
Elin Hansson fagnar marki .EHF

Nathalie Hagman fór mikinn í liði Svía og skoraði níu mörk. Monika Kobylinska var markahæst hjá Póllandi með sex mörk.

Þjóðverjar unnu auðveldan 27–36 sigur gegn heimakonum í Sviss. Tabe Schmidt skoraði átta mörk fyrir Sviss og Alexia Hauf sex mörk fyrir Þjóðverja.