Athugið að þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul

Elín Rósa: „Við erum bara rétt að byrja“

Miðjumaðurinn knái, Elín Rósa Magnúsdóttir, segir vegferð íslenska liðsins vera rétt að byrja. Hún skoraði fjögur mörk í tapi í úrslitaleik um sæti í milliriðli gegn Þýskalandi á EM í handbolta.

Jóhann Páll Ástvaldsson

,

Elín Rósa Magnúsdóttir gengur stolt frá borði þrátt fyrir að hafa fallið úr leik á EM.

„Við erum klárlega stoltar. Við náðum okkar markmiði, sem var að vinna fyrsta leikinn á EM. Við erum ótrúlega stoltar af því. Það verður ótrúlega gaman að horfa til baka eftir nokkur ár því við erum bara rétt að byrja núna.“

Það var á brattann að sækja á löngum köflum gegn sterku liði Þýskalands. Var erfitt að halda haus? „Já, það var alveg erfitt. En við vorum staðráðnar í því að brosa samt. Þó að það sé ógeðslega erfitt að vera fimm, sex, sjö, átta mörkum undir. En það er bara að brosa í gegnum þetta.“

Fleiri íþróttafréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV