Danmörk vann Færeyjar í lokaleik liðanna í riðlakeppni, 24-33. Færeyingar fóru vel af stað og leiddu í upphafi, 3-1. Þá vöknuðu Danir til lífs og staðan í hálfleik var með 8-15 þeim í vil.
Danska vörnin tekur á Jönu Mittún í leik Færeyja og Dana á EM kvenna í handbolta 2024.EHF
Danir skoruðu svo fyrstu fimm mörk seinni hálfleiks og staðan var 8-20 eftir 38 mínútna leik. Þá losnaði um flæðið í leiknum og Færeyingar voru staðráðnir í að ljúka mótinu á jákvæðum nótum. Að lokum vannst öruggur níu marka sigur.
Pernille Brandenborg var markahæst í liði Færeyja með 10 mörk. Trine Ostergaard skoraði fimm fyrir Dani.
Með sigri hefði færeyska liðið farið áfram í milliriðil. Danir fara áfram í milliriðil með fullt hús stiga.