1. desember 2024 kl. 18:37
Íþróttir
EM í handbolta 2024

Sigur Hol­lands still­ir upp mögu­leg­um úr­slita­leik fyrir Ísland

Holland vann Þýskaland í riðli Íslands á EM kvenna í handbolta 2024. Nú er ljóst að Ísland fer í úrslitaleik gegn Þýskalandi ef stelpurnar okkar ná annaðhvort stigi eða vinna leikinn. Allt veltur þetta á frammistöðu okkar klukkan 19:30.

Antje Angela Malestein leikmaður Hollands fyrir EM kvenna í handbolta 2024.
Antje Angela Malestein leikmaður Hollands fyrir EM kvenna í handbolta.EHF

Staðan í riðlinum

  1. Holland - 4 stig
  2. Þýskaland - 2 stig
  3. Ísland - 0 stig
  4. Úkraína - 0 stig

Þýskaland byrjaði vel en það slökknaði á þýska liðinu eftir upphafssyrpuna. Markvarslan skipti þar reginmáli fyrir Hollendinga sem að leiddu í hálfleik, 15-14. Holland valtaði yfir þær þýsku í seinni og að lokum vannst öruggur sigur, 29-22.

Fleiri íþróttafréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV