Athugið að þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul

„Ég er ofboðslega ánægður með þær“

Arnar Pétusson, landsliðsþjálfari Íslands var að vonum ánægður með liðið sitt eftir þriggja marka sigur á Úkraínu á EM kvenna í handbolta nú í kvöld.

Óðinn Svan Óðinsson

,

Eftir sigurinn í kvöld er Ísland í þriðja sæti riðils­ins með tvö stig, jafn­mörg og Þýskaland en liðin mætast í úr­slita­leik á þriðju­dags­kvöld um hvort þeirra fylg­ir Hollandi upp úr riðlinum.

Arnar Pétursson segir sínar stelpur klárar í slaginn fyrir þá baráttu. „Við erum alltaf að eflast í svona leikjum og þessi leikur við Þjóðverja mun verða bara flottur og skiptir okkur ofboðslega miklu máli, sama hvernig hann fer,“ segir Arnar.

„Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik, vorum stórkostlegar svo sáum við í seinni hálfleik að það voru allir meðvitaðir um hvað var undir og við urðum svolítið varkárar en ég er ofboðslega ánægður með þær.“

Fleiri íþróttafréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV