Heimakonur í Ungverjalandi unnu Svíþjóð og tryggðu sig áfram í milliriðla á EM kvenna í handbolta í kvöld, 25-32.
Katrin Klujber í eldlínunni í kvöld.EHF
Svíar skoruðu fyrsta markið en heimakonur voru sterkari í fyrri hálfleik. Ungverjar leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 13-16. Ungverjar tóku öll völd í seinni hálfleik og náðu sjö marka forskoti snemma í seinni hálfleik, 16-23. Ungverjar héldu áfram að keyra yfir Svía og að lokum vannst öruggur sigur. Heimakonur gátu fagnað vel fyrir framan fulla höll.
Ungverjar tryggðu sig áfram í milliriðil með sigrinum. Svíar unnu fyrsta leik sinn. Norður-Makedónía og Tyrkland mætast klukkan 19:30. Bæði lið eru án stiga eins og er.