Þúsundir viðskiptavina streymisveitunnar Netflix víða um heim hafa ekki getað komist þangað inn í nótt.
Mike Tyson og Jake Paul mætast í hnefaleikahringnum í nótt.AP / Julio Cortez
Ástæðan er rakin til þess hver margir ætluðu sér að fylgjast þar með þungaviktarbardaga YouTube og hnefaleikastjörnunnar Jake Paul og Mike Tyson, margfalds heimsmeistara. Bardaginn hefst núna klukkan fimm og verður háður í allt að átta tveggja mínútna lotum.
Aldursmunur kappanna er 31 ár, sá mesti í sögu þungaviktarhnefaleika. Tyson, sem lagði boxhanskana á hilluna 2005, neyddist til að fresta bardaga þeirra í sumar þegar í ljós kom að hann glímdi við magasár. Læknar ráðlögðu honum að fara varlega og æfa sig létt.