14. nóvember 2024 kl. 17:11
Íþróttir
Formúla 1

Mónakó kapp­akst­ur­inn verður til 2031 hið minnsta

Formúluaðdáendur geta andað léttar þar sem að Mónakó kappaksturinn verður út árið 2031 hið minnsta. Nýverið var tilkynnt um sex ára framlengingu á kappakstrinum sem fer um stræti Monte Carlo. Brautin er fyrir löngu orðin goðsagnakennd og er ómissandi þáttur af keppnistímabilinu að flestra mati.

epa10655439 A picture taken with a tilt-shift lens shows Monaco's Formula One driver Charles Leclerc of Scuderia Ferrari (R) and French Formula One driver Pierre Gasly of Alpine F1 Team (L) in action during the first practice session for the Formula One Grand Prix of Monaco at the Circuit de Monaco in Monte Carlo, Monaco, 26 May 2023. The Formula One Grand of Monaco takes place on 28 May 2023.  EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Picture taken with a tilt-shift lens
Charles Leclerc í rauðum Ferrari bíl og Pierre Gasly í bláum Alpine bíl taka Hairpin beygjuna frægu í Mónakó árið 2023.EPA-EFE / CHRISTIAN BRUNA

Brautin hefur verið hluti af Formúlunni frá upphafi, eða frá 1950. Eina árið sem hefur ekki verið keppt var árið 2020 þar sem Covid-19 setti strik í reikninginn.

Frá 2026 verður kappaksturinn færður frá lokum maí til fyrstu helgarinnar í júní. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að kappaksturinn skarist á við Indianapolis 500 kappaksturinn.