Formúluaðdáendur geta andað léttar þar sem að Mónakó kappaksturinn verður út árið 2031 hið minnsta. Nýverið var tilkynnt um sex ára framlengingu á kappakstrinum sem fer um stræti Monte Carlo. Brautin er fyrir löngu orðin goðsagnakennd og er ómissandi þáttur af keppnistímabilinu að flestra mati.
Charles Leclerc í rauðum Ferrari bíl og Pierre Gasly í bláum Alpine bíl taka Hairpin beygjuna frægu í Mónakó árið 2023.EPA-EFE / CHRISTIAN BRUNA
Brautin hefur verið hluti af Formúlunni frá upphafi, eða frá 1950. Eina árið sem hefur ekki verið keppt var árið 2020 þar sem Covid-19 setti strik í reikninginn.
Frá 2026 verður kappaksturinn færður frá lokum maí til fyrstu helgarinnar í júní. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að kappaksturinn skarist á við Indianapolis 500 kappaksturinn.