Ocon, Gasly og Verstappen fagna í Brasilíu.EPA-EFE / ISAAC FONTANA
Formúlu 1-liðið Alpine fór upp um þrjú sæti í keppni bílaframleiðanda í Brasilíukappakstrinum í gær. Með því gæti liðið hafa tryggt sér alls 4,3 milljarða íslenskra króna (29,2 milljón evrur) í verðlaunafé. Ekkert hafði gengið hingað til á keppnistímabilinu og liðið hafði einungis náð 14 stigum í 20 kappökstrum hingað til. En í Brasilíu náði Esteban Ocon öðru sæti og Pierre Gasly þriðja sæti. Þar með fékk liðið 35 stig og skaust upp töfluna.
Alpine er nú þremur stigum yfir Haas og fimm stigum frá RB-liðinu þegar þrjár keppnir eru eftir. Sigurliðið í keppni bílaframleiðanda fær 19,1 milljarða (128,4 milljón evrur)