3. nóvember 2024 kl. 20:10
Íþróttir
Aðrar íþróttir

Ísland vann til 22 verðlauna á EM smáþjóða í karate

Íslenskt karatefólk rakaði að sér verðlaunum á EM smáþjóða sem fram fór í Mónakó um helgina. Alls kemur íslenski hópurinn heim með sjö gullverðlaun, fimm silfur og tíu brons.

Íslenska landsliðið í karate á EM í smáþjóðaleikum í Mónakó í nóvember 2024.
Karatesamband Íslands

Prince James Caamic Buenviaje vann tvenn gullverðlaun fyrir Ísland í kata og kumite. Þau Embla Halldórsdóttir, Eydís Magnea Friðriksdóttir, Hugi Halldórsson og Karen Thuy Duong unnu gull í sínum flokkum í kumite og Una Borg Garðarsdóttir vann gull í kata.

Nánar er hægt að lesa um þennan góða árangur Íslendinganna á vef Karatesambands Íslands.