Athugið að þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul

Ísak Snær: „Við kæfðum þá bara“

Hans Steinar Bjarnason

,

„Þetta var mjög góður vinnslusigur. Við vorum mjög gíraðir í þennan leik. Við vissum að það lið vinnur þennan leik sem vill það meira og við vildum það meira. Bara geggjaður sigur.“

Ísak segir að uppleggið hafi verið að allir leikmenn myndu gefa allt sem þeir ættu. „Bara vinnsla allan leikinn. Það er allur tankur búinn hjá öllum leikmönnum. Við gáfum þeim ekki eina sekúndu að anda á boltanum og kæfðum þá bara.

Ísak kom á miðju tímabili til Blika frá Rosenborg í Noregi og segir að það hafi ekki verið sjálfsagt mál að hann fengi að klára tímabilið á Íslandi en hann heldur aftur til Noregs á þriðjudag.