Athugið að þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul

Viktor: „Skrýtið að þeir eigi alltaf leik á undan“

Jóhann Páll Ástvaldsson

,

Viktor Örn Margeirsson leikmaður Breiðabliks segir það skrýtið að Víkingar leiki alltaf á undan í baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst skrýtið að þeir eigi alltaf leik á undan. Maður reynir náttúrulega að láta það ekki trufla sig mikið en maður einhvern veginn fylgist alltaf aðeins með.“ Breiðablik spilaði seinna en Víkingur, líkt og í síðustu umferð.

Víkingur vann sinn leik á lokamínútunum en Viktor pælir ekki mikið í því. „Mér er drullu sama hvenær þeir skora,“ sagði hann og setur einbeitingu á sitt eigið lið.

Viktor ræddi muninn á Blikaliðinu árið 2024 og 2023, hvernig honum leið undir lokin eftir að Stjarnan jafnaði og úrslitaleikinn sem fram undan er næsta sunnudag.

„Við erum með geggjað lið og við ætlum að sýna að við séum besta lið á Íslandi,“ sagði hann að lokum.