Athugið að þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul

Þjálfarinn tapaði veðmáli — brúnn á palli

Jóhann Páll Ástvaldsson

,

Kristinn Þór Guðlaugsson fór í brúnkumeðferð fyrir úrslit á EM í hópfimleikum sem fóru fram í dag. Kristinn er einn af þjálfurum íslenska kvennalandsliðsins og tapaði veðmáli í undanúrslitum. Þar sem íslenska sveitin lenti öllum stökkum sínum þurfti hann að fara í brúnkumeðferð.

Liðið varð Evrópumeistari í dag og þar með tapaði þjálfarateymi öðru veðmáli og þarf nú að aflita hár sitt.

Þær Ásta Kristinsdóttir og Laufey Ingadóttir mættu í viðtal. Þær voru báðar valdar í úrvalslið mótsins.

„Við sem sagt vorum búin að ákveða að ef við myndum lenda öllum stökkum í undanúrslitum þá þyrftu þeir að vera með brúnkukrem í dag, og það voru þeir svo sannarlega með. Þannig ef þeir voru svolítið gulir í útsendingu! Þá bara er það skýringin.“