19. október 2024 kl. 11:38
Íþróttir
Fimleikar

Ís­lend­ing­ar ganga með höfuð hátt frá EM

Blandað lið Íslands varð í fimmta sæti á EM í hópfimleikum. Þátttöku Íslands á mótinu er nú lokið. Kvennasveit Íslands og blandað lið ungmenna urðu Evrópumeistarar.

Landsliðsmenn Íslands í hópfimleikum æfa fyrir EM 2024
Frá Bakú.Fimleikasamband Íslands

Öll fimm lið Íslands fóru í úrslit en sex efstu liðin á mótinu keppa til úrslita í hverjum flokki.

Danmörk vann liðakeppnina, Bretland vrað í öðru sæti og Noregur í þriðja sæti. Ísland skoraði 16.300 stig á gólfi, 17.300 stig í stökki og 16.250 stig í trampólíni.

Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskt lið varð Evrópumeistari í blandaðri keppni ungmenna og í fjórða skipti sem kvennasveit fullorðinna verður Evrópumeistari. Næsta EM verður haldið 2026 í Finnlandi.