Þær Ásta Kristinsdóttir og Laufey Ingadóttir voru báðar valdar í úrvalslið EM í hópfimleikum sem lauk í dag.
Laufey og ÁstaRÚV
Þetta er þriðja skiptið í röð sem Ásta er í úrvalsliði mótsins en hún komst í úrvalsliðið fyrir æfingar á dýnu. Ásta varð fyrsta konan til að framkvæma stökk í framumferð á dýnu. Stökkið felst í heillis skrúfu af kraftstökki og tvöföldu heljarstökki með hálfum snúningi.
Laufey er á sínu fyrsta Evrópumóti í A landsliði og komst í úrvalsliðið fyrir æfingar á trampólíni.