Athugið að þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul

Andrea: „Guð, við munum alveg sleppa okkur“

Jóhann Páll Ástvaldsson

,

Fyrirliðinn Andrea Sif Pétursdóttir fór yfir Evrópumeistaratitilinn á EM í hópfimleikum í dag. Þetta var hennar þriðji Evrópumeistaratitill. „Þetta er þriðji titillinn, annar í fullorðinsflokki. Það er ólýsanleg tilfinning. Það var geggjað að ná þessu í fyrsta skipti og að gera þetta aftur og aftur er bara eitthvað annað.“

Andrea sló met í dag er hún tók þátt á sínu sjötta Evrópumeti. Var hún fyrst kvenna til þess að gera það.

„Sólveig framkvæmdastjóri hringdi og sagði að ég væri að fara að slá met, að ég væri að fara að jafna met hjá Dana sem var reyndar þjálfarinn minn. Ég er mjög stolt af því og ég hef alveg í gegnum tíðina verið að telja mótin.“

„Guð, við munum alveg sleppa okkur. Það er ógeðslega gaman að vera öll saman og með öllum Íslendingunum,“ sagði hún um fögnuðinn.