Áttræð hestakona stefnir á heimsmeistaramót
Cora varði töluverðum tíma á Íslandi á tíunda áratug síðustu aldar en hefur ekki heimsótt Ísland lengi.
„Sjái ég myndir eða myndskeið hjá vinum mínum þá yljar það mér ætíð um hjartað og það slær aðeins hraðar og það var núna eða aldrei.“
Cora velur sér ekki einföldustu keppnisgreinarnar heldur keppir í skeiði af fullum krafti.
„Ég er svo hrifin af því. Svo það var það eina sem kom til greina, meira skeið.“
Heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram í Sviss á næsta ári og þá verður Cora orðin áttræð en hún er hvergi nærri hætt.
„Ef það er mögulegt og ég er heilsuhraust og hún líka. Það eru ekki margir betri en ég. Og ég vonast til að komast í hópinn.“