Svona voru Íslendingarnir á Ólympíuleikunum
Fimm Íslendingar voru meðal keppenda, sundfólkið Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir, skotfimimaðurinn Hákon Þór Svavarsson og kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir.
Þeirra að auki áttum við þrjá handboltaþjálfara, Þóri Hergeirsson sem varð Ólympíumeistari með norska kvennalandsliðið, Alfreð Gíslason sem stýrði þýska karlalandsliðinu til silfurverðlauna og Dag Sigurðsson sem þjálfara karlalið Króatíu.
Birgir Þór Birgisson tók saman þessa syrpu frá Íslendingunum í París.