11. ágúst 2024 kl. 15:34
Íþróttir
Ólympíuleikar 2024

Hádramatískur sigur Bandaríkjanna í körfubolta kvenna

Bandaríkin urðu í dag Ólympíumeistarar í körfubolta kvenna á áttundu leikunum í röð. Bandaríkjakonur unnu hádramatískan sigur á Frakklandi eftir jafnan og spennandi leik. Gabby Williams minnkaði muninn fyrir Frakka í eitt stig þegar fjórar sekúndur voru eftir, 65-64. Frakkar brutu strax á Kehleah Cooper þegar þær bandarísku lögðu af stað í sókn og Cooper kom þeim aftur þremur stigum yfir af vítalínunni.

Frakkar höfðu þrjár sekúndur til að jafna með þriggja stiga körfu og Williams tókst að skora þegar leiktíminn rann út en hún steig á þriggja stiga línuna í skotinu og fékk aðeins tvö stig fyrir. Bandaríkjakonur fögnuðu því naumum eins stigs sigri, 67-66 og eru Ólympíumeistarar á áttundu leikunum í röð.

Players of USA celebrate winning the Women Gold Medal game between France and USA of the Basketball competitions in the Paris 2024 Olympic Games, at the South Paris Arena in Paris, France, 11 August 2024.
EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN