11. ágúst 2024 kl. 13:05
Íþróttir
Ólympíuleikar 2024

Danir Ól­ymp­íu­meist­arar eftir risa­sig­ur á Þjóð­verj­um Al­freðs

Danir eru Ólympíumeistarar í handbolta karla eftir að þeir gjörsigruðu Þjóðverja með þrettán marka mun, 39-26 í úrslitaleiknum. Alfreð Gíslason þjálfari Þjóðverja má engu að síður vera stoltur af silfurverðlaunum fyrir sína menn.

Head coach Nikolaj Jacobsen (C) and his players of Denmark celebrate during the Men's Gold Medal Match between Germany and Denmark of the Handball competitions in the Paris 2024 Olympic Games, at the Pierre Mauroy Stadium in Villeneuve-d'Ascq, France, 11, August, 2024.
EPA-EFE/ALEX PLAVEVSKI

Eftir að Þjóðverjar minnkuðu muninn í 5-6 í fyrri hálfleik skoruðu Danir sex mörk í röð og leikurinn varð aldrei spennandi eftir það. Danir voru níu mörkum yfir í hálfleik 21-12 og náðu mest fimmtán marka forystu í seinni hálfleik.

Head coach Alfred Gislason (C) of Germany reacts during the Men's Gold Medal Match between Germany and Denmark of the Handball competitions in the Paris 2024 Olympic Games, at the Pierre Mauroy Stadium in Villeneuve-d'Ascq, France, 11, August, 2024.
EPA-EFE/ALEX PLAVEVSKI

Þetta er annar Ólympíumeistaratitill Dana en þann fyrri unnu þeir undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar í Ríó í Brasilíu árið 2016. Danir tóku svo silfrið á síðustu leikum. Spánverjar unnu bronsið í morgun með eins marks sigri á Slóveníu í æsispennandi leik, 23-22.