Athugið að þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul

Alfreð segir silfurverðlaun vera umfram væntingar

Hans Steinar Bjarnason

,

„Við vissum að við þyrftum okkar besta leik í keppninni til þess að eiga séns á móti Dönum. Við höfum ekki breiddina og reynsluna sem þeir hafa. Eftir tíu mínútur, korter, var sá möguleiki farinn,“ segir Alfreð sem er svekktur að hafa ekki náð að sýna betri leik. Hann vill þó ekki ásaka unga leikmenn sína sem séu aðframkomnir af leikjaálagi.

Alfreð kveðst þó stoltur af að hafa náð í silfurverðlaun þó hann hafi ekki verið kominn með þá tilfinningu þegar Einar Örn Jónsson náði tali af honum eftir úrslitaleikinn.

„Ég held að enginn hafi spáð því. Okkur var sagt að það besta sem við gætum hugsanlega gert væri að komast í undanúrslit.“