10. ágúst 2024 kl. 17:15
Íþróttir
Ólympíuleikar 2024

Lang­þráð­ur ÓL-titill banda­ríska kvenna­lands­liðs­ins

Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta endurheimti Ólympíumeistaratitilinn nú síðdegis með 1-0 sigri á Brasilíu í úrslitaleik. Mallory Swanson skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu. Þetta eru fimmtu gullverðlaun Bandaríkjakvenna á Ólympíuleikum en þau fyrstu síðan 2012.

Players of USA celebrates winning the Women Gold Medal Match Brazil vs USA of the Soccer competitions in the Paris 2024 Olympic Games, at the Parc des Princes stadium in Paris, France, 10 August 2024.
EPA-EFE/MOHAMMED BADRA

Bandaríska liðið féll óvænt snemma úr leik á HM 2023 en bætir svo sannarlega upp fyrir það núna. Þetta er aðeins tíundi leikur liðsins undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans, Emmu Hayes sem er nú búin að landa Ólympíumeistaratitli.