Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta endurheimti Ólympíumeistaratitilinn nú síðdegis með 1-0 sigri á Brasilíu í úrslitaleik. Mallory Swanson skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu. Þetta eru fimmtu gullverðlaun Bandaríkjakvenna á Ólympíuleikum en þau fyrstu síðan 2012.
EPA-EFE/MOHAMMED BADRA
Bandaríska liðið féll óvænt snemma úr leik á HM 2023 en bætir svo sannarlega upp fyrir það núna. Þetta er aðeins tíundi leikur liðsins undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans, Emmu Hayes sem er nú búin að landa Ólympíumeistaratitli.