10. ágúst 2024 kl. 12:58
Íþróttir
Ólympíuleikar 2024

Frakk­ar Ól­ymp­íu­meist­arar í blaki karla

Frakkar eru Ólympíumeistarar í blaki karla eftir 3-0 sigur á Póllandi í úrslitaleiknum í dag. Frakkar unnu hrinurnar 25-19, 25-20 og 25-23 og verja því Ólympíumeistaratitilinn sinn frá því fyrir þremur árum. Pólverjar sem eru í efsta sæti heimslistans voru að spila í úrslitum á Ólympíuleikum í fyrsta sinn síðan 1976. Bandaríkin deila verðlaunapallinum með Frökkum og Pólverjum eftir sigur á Ítalíu í bronsleiknum.

Players of France celebrate after winning the Men's Gold Medal Match between France and Poland of the Volleyball competitions in the Paris 2024 Olympic Games, at the South Paris Arena in Paris, France, 10 August 2024.
EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Alls eru 39 gullverðlaun veitt á þessum næstsíðasta degi Ólympíuleikanna og hafa fjórir Ólympíumeistarar verið krýndir til þessa í dag.

Maraþon karla: Tamirat Tola - Eþíópía
Lyftingar karla: 102kg flokkur, Huanhua Liu - Kína
Klifur kvenna: grjótglíma og leiðsluklifur, Janja Garnbret - Slóvenía
Blak karla - Frakkland

Sjá einnig: ÓL dagur 15