Frakkar Ólympíumeistarar í blaki karla
Frakkar eru Ólympíumeistarar í blaki karla eftir 3-0 sigur á Póllandi í úrslitaleiknum í dag. Frakkar unnu hrinurnar 25-19, 25-20 og 25-23 og verja því Ólympíumeistaratitilinn sinn frá því fyrir þremur árum. Pólverjar sem eru í efsta sæti heimslistans voru að spila í úrslitum á Ólympíuleikum í fyrsta sinn síðan 1976. Bandaríkin deila verðlaunapallinum með Frökkum og Pólverjum eftir sigur á Ítalíu í bronsleiknum.
Alls eru 39 gullverðlaun veitt á þessum næstsíðasta degi Ólympíuleikanna og hafa fjórir Ólympíumeistarar verið krýndir til þessa í dag.
Maraþon karla: Tamirat Tola - Eþíópía
Lyftingar karla: 102kg flokkur, Huanhua Liu - Kína
Klifur kvenna: grjótglíma og leiðsluklifur, Janja Garnbret - Slóvenía
Blak karla - Frakkland
Sjá einnig: ÓL dagur 15