Vésteinn Hafsteinsson: „Sláum ekki í gegn án nauðsynlegrar umgjörðar og fjármagns“
Vésteinn Hafsteinsson afreksstjóri ÍSÍ talaði ekki undir rós í viðtali um framtíð Íslands á Ólympíuleikunum. Hann segir ærið verkefni fyrir höndum og að það þurfi langtímaplan.
Vésteinn Hafsteinsson þekkir afreksíþróttir betur en margir. Hann tók við stöðu afreksstjóra ÍSÍ til þess að taka þátt í breytingum á íslensku afreksstarfi og segir framtíðarárangur Íslands á alþjóðasviðinu vera langtímaverkefni sem krefjist margfalt meiri stuðnings og fjármagns en ÍSÍ býr að í dag.