Tryggði flóttamannaliði Ólympíuleikanna fyrstu verðlaunin
Hnefaleikakonan Cindy Ngamba vann í gærkvöld til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum en hún keppir fyrir lið flóttamanna á leikunum. Þetta er í fyrsta sinn sem íþróttamaður úr flóttamannaliði Ólympíuleikanna vinnur til verðlauna. Ngamba komst í undanúrslit en tapaði þar fyrir Atheynu Bylon frá Panama. Ekki er keppt um bronsið og því fá Cindy, og Caitlin Parker frá Ástralíu, báðar brons.
36 íþróttamenn í tólf greinum eru í liði flóttamanna í París. Til þess að komast í liðið þarf að sýna fram á góðan árangur í sinni keppnisgrein og þá þarf Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna að viðurkenna flóttamannastöðu íþróttamannanna.
Cindy Ngamba er fædd í Kamerún en hefur verið búsett á Englandi síðustu fimmtán ár. Hún hefur oft sótt um breskt ríkisfang en umsókninni alltaf verið hafnað. Hún er sú fyrsta til að keppa í hnefaleikum fyrir lið flóttamanna á Ólympíuleikum.
Meet Cindy Ngamba, the first-ever athlete to win a medal for the Refugee Olympic Team at the Olympic Games 🌟🥉
— Eurosport (@eurosport) August 9, 2024
An inspiration ❤️#Olympics #PARIS2024 pic.twitter.com/uE1l0uyWYi