9. ágúst 2024 kl. 21:06
Íþróttir
Ólympíuleikar 2024

Bras­il­íu­menn blanda sér í dem­anta­bar­átt­una í París

Brasilíski þrístökkvarinn Almir dos Santos í úrslitum á ÓL í París 2024.
Almir dos Santos varð ellefti í þrístökki en þriðji í bónorðskeppninni.EPA

Brasilíski þrístökkvarinn Almir dos Santos endaði í 11. sæti af 12 í úrslitum í þrístökki karla en hann er sá eini sem vann verðlaun í demantaflokki. Dos Santos nýtti nefnilega tækifærið til þess að biðja kærustunnar á frjálsíþróttavellinum eftir að keppni í þrístökki var lokið.

Sigurbjörn Árni hafði áhyggjur af því að hún gæti svarað neitandi en slíkar áhyggjur voru með öllu óþarfar enda var sú lánsama fljót að láta hug sinn í ljós. Svarið var já og Brasilía er komin á verðlaunatöfluna í demantaflokki ásamt Argentínu og Kína.

Aðrir eru að lesa