Sydney McLaughlin-Levrone slátraði heimsmetinu
Bandaríkjakonan Sydney McLaughlin-Levrone sló eigið heimsmet í 400 metra grindahlaupi kvenna í úrslitahlaupinu í greininni á Ólympíuleikunum í París. McLaughlin-Levrone hljóp á 50,37 sekúndum og var í algjörum sérflokki.
Hin hollenska Femke Bol hélt vel í McLaughlin-Levrone framan af en um mitt hlaup seig sú bandaríska fram úr og bilið jókst með hverri grindinni eftir það. Bol sem hljóp fyrir Holland í 4x400 metra hlaupum blandaðra boðsveita var alveg búin á því á lokametrunum og lenti að lokum í þriðja sætinu. Anna Cockrell frá Bandaríkjunum hljóp á nýju persónulegu meti og tryggði sér annað sætið á undan Bol sem fyrirfram þótti líkleg til þess að veita McLaughlin-Levrone að minnsta kosti einhverja samkeppni um gullið.
Sydney McLaughlin-Levrone. Eina. 🤯🤯 pic.twitter.com/u63fvy3npC
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 8, 2024