8. ágúst 2024 kl. 20:15
Íþróttir
Ólympíuleikar 2024

Noah Lyles vann brons­ið þrátt fyrir covid

Noah Lyles greindist með covid tveimur dögum áður en hann vann brons í 200 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í París 2024.
Noah Lyles stóð vart undir sér að hlaupi loknu.EPA

Bandaríski spretthlauparinn Noah Lyles vann ögn óvæntan sigur í 100 metra hlaupi karla á sunnudag. Lyles er þekktari sem 200 metra hlaupari og hafði fyrir leikana í París gefið út að hann ætlaði sér að slá heimsmet í París.

Ekki tókst ætlunarverkið í 100 metrunum en Lyles átti enn möguleika, hversu raunhæft sem það nú var, á að slá heimsmet í kvöld. Svo fór þó ekki en Lyles endaði þriðji, rétt eins og í Tókýó fyrir þremur árum.

Noah Lyles greindist með covid tveimur dögum áður en hann vann brons í 200 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í París 2024.
Noah Lyles gat ekki fagnað verðlaununum.EPA

Eftir hlaupið í kvöld sást Lyles sitja á hlaupabrautinni umkringdur heilbrigðisstarfsfólki og leit ekki vel út. Hann hefur nú staðfest að hafa greinst með covid fyrir tveimur dögum en ákveðið að hlaupa engu að síður.