8. ágúst 2024 kl. 18:45
Íþróttir
Ólympíuleikar 2024

Letsile Tebogo vann fyrsta Ólympíugull Botsvana

Botsvanamaðurinn Letsile Tebogo sigrar í 200 metra hlaupi karla á ÓL í París 2024.
Letsile Tebogo frá Botsvana vann sannfærandi sigur í 200 metra hlaupi karla.EPA

Botsvanamaðurinn Letsile Tebogo pakkaði saman keppni í 200 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í París. Tebogo hljóp á 19,46 sekúndum sem er nýtt Afríkumet. Gullverðlaun Tebogo eru þau fyrstu sem Botsvana hefur unnið á Ólympíuleikunum frá upphafi. Fyrir hefur Botsvana fengið eitt silfur og eitt brons og var það einnig í hlaupagreinum í frjálsíþróttum.

Bandaríkjamenn skipuðu sér í næstu þrjú sætin en það voru þeir Kenneth Bednarek og Noah Lyles sem náðu öðru og þriðja sæti eða nákvæmlega sama árangri og í Tókýó 2021.