8. ágúst 2024 kl. 20:24
Íþróttir
Ólympíuleikar 2024

Fyrsta Ól­ymp­í­u­g­ull Pakist­ans í frjáls­íþrótt­um

Pakistaninn Arshad Nadeem setti nýtt Ólympíumet í spjótkasti karla er hann tryggði sér sigur á Ólympíuleikunum í París 2024.
Arshad Nadeem setur nýtt Ólympíumet í spjótkasti.EPA

Arshad Nadeem frá Pakistan hitti þrjár flugur í einu kasti í úrslitum í spjótkasti á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Nadeem gerði sér lítið fyrir og kastaði 92,97 metra og setti nýtt Ólympíumet. Engum tókst að gera betur og kastið tryggði honum því einnig Ólympíumeistaratitilinn. Ekki nóg með það heldur eru gullverðlaun Nadeem fyrsta gull Pakistan í frjálsíþróttum á Ólympíuleikum frá upphafi.

Hvað bíður Nadeem við heimkomuna er erfitt að segja en ætla má að honum verði fagnað sem hetju þegar hann snýr aftur til Pakistan.