7. ágúst 2024 kl. 17:49
Íþróttir
Ólympíuleikar 2024

Danir í und­an­úr­slit eftir há­spennu­leik gegn Svíum

Heimsmeistararnir Danir komust í undanúrlslit í handbolta karla á Ólympíuleikunum í dag eftir nauman sigur á Svíum í háspennuleik, 32-31. Jafnt var í hálfleik 16-16 og spennan var í hámarki fram á síðustu sekúndu. Svíar fengu tækifæri til að jafna á lokasekúndunum og vildu fá víti en dómararnir, tvíburasysturnar Charlotte og Julie Bonaventura, dæmdu ekkert og Danir náðu að hanga á boltanum út leiktímann.

Players od Denmark celebrate after winning the quarter - final game between Denmark and Sweden of the Handball competitions in the Paris 2024 Olympic Games, at the Pierre Mauroy Stadium in Villeneuve-d'Ascq, France, 07 August, 2024.
EPA-EFE/ALEX PLAVEVSKI

Það munaði því ekki miklu að fyrstu þrír leikir átta liða úrslitanna færu í framlengingu. Spánn og Þýskaland komust þannig áfram fyrr í dag eftir sigra gegn Egyptalandi og Frakklandi. Noregur og Slóvenía mætast í lokaleik 8-liða úrslitanna í kvöld.