6. ágúst 2024 kl. 19:34
Íþróttir
Ólympíuleikar 2024

Hocker óvænt­ur sig­ur­veg­ari á nýju Ól­ymp­íu­meti

Bandaríkjamaðurinn Cole Hocker vann óvæntan sigur í 1500 metra hlaupi karla í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í kvöld á nýju Ólympíumeti. Mikil eftirvænting var fyrir úrslitunum í 1500 metrunum þar sem fyrirfram var búist við einvígi um sigurinn milli erkifjendanna Josh Kerr frá Bretlandi og Norðmannsins Jakobs Ingebrigtsen.

Cole Hocker of the USA wins the Men 1500m final of the Athletics competitions in the Paris 2024 Olympic Games, at the Stade de France stadium in Saint Denis, France, 06 August 2024.
EPA-EFE/VASSIL DONEV

En hvorugur þeirra stóð uppi sem Ólympíumeistari í kvöld því Bandaríkjamaðurinn Cole Hocker kom óvænt fyrstur í mark á nýju Ólympíumeti eftir frábæran endasprett, þremur mínútum og 27,65 sekúndum. Josh Kerr varð annar og Bandaríkjamaðurinn Yared Nuguse tók bronsið en Ingebrigtsen stífnaði upp á lokametrunum, komst ekki á verðlaunapall og varð í fjórða sæti. Sá norski sem var ríkjandi Ólympíumeistari átti gamla Ólympíumetið, 3:28,32 mínútur.

Úrslitin í 1500 metra hlaupi