16. júlí 2024 kl. 18:15
Íþróttir
EM í fótbolta 2024

Spán­verj­ar fyr­ir­ferða­mikl­ir í liði móts­ins

Matsmenn Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, hafa opinberað lið EM karla í fótbolta 2024. Það kemur ekki á óvart að Spánverjar eiga sjö af ellefu leikmönnum í liðinu. Lið þeirra spilaði gífurlega vel, vann alla leiki sína og endaði á því að vinna mótið.

England, sem fór alla leið í úrslit, á einn fulltrúa, Frakkar eiga tvo fulltrúa, heimamenn í Þýskalandi og Svisslendingar eiga einn fulltrúa hvorir.

Liðsmynd af liði mótsins á EM karla í fótbolta.
Svona var lið mótsins.EPA

Liðið er svo skipað:

Markvörður: Mike Maignan
Varnarmenn: Marc Cucurella, William Saliba, Manuel Akanji, Kyle Walker
Miðjumenn: Fabían Ruiz, Olmo, Rodri
Sóknarmenn: Inaki Williams, Jamal Musiala, Lamine Yamal.

Rodri var valinn bestur á mótinu og Lamine Yamal besti ungi leikmaðurinn. Þá var Dani Olmo einn af sex markahæstu á mótinu og hlaut gullskóinn.