10. júlí 2024 kl. 20:59
Íþróttir
EM í fótbolta 2024

Sig­ur­mark í lokin kom Eng­landi í úr­slita­leik­inn

England leikur til úrslita um Evrópumeistaratitilinn í fótbolta gegn Spáni á sunnudaginn. Þetta varð ljóst eftir dramatískan sigur Englendinga gegn Hollendingum í undanúrslitum í kvöld. Ollie Watkins skoraði sigurmark Englendinga í þegar sléttar 90 mínútur voru á leikklukkunni.

Oliver Watkins (C) of England celebrates after scoring his team's second goal during the UEFA EURO 2024 semi-finals soccer match between Netherlands and England, in Dortmund, Germany, 10 July 2024.
EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI

Leikurinn byrjaði fjörlega og strax á sjöttu mínútu kom Xavi Simons Hollendingum yfir með stórkostlegu marki, þrumuskoti í fjærhornið eftir að hafa unnið boltann af Declan Rice.

En Englendingar létu þessa byrjun ekki slá sig út af laginu og sýndu sína bestu frammistöðu á mótinu til þessa í fyrri hálfleik. Á 14. mínútu braut Denzel Dumfries á Harry Kane inni í vítateig og eftir ítarlega skoðun myndbandsdómara fengu Englendingar vítaspyrnu sem Harry Kane skoraði úr og jafnaði í 1-1.

Mínúturnar og sekúndurnar liðu og komið var fram í uppbótartíma og þá kom stóra augnablik Ollie Watkins. Hann skoraði það sem reyndist sigurmark Englands eftir að hafa komið inná fyrir Harry Kane 10 mínútum áður. 2-1 fór og það er því England sem mætir Spáni í úrslitaleik mótsins í Berlín á sunnudag.

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV