Athugið að þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul

Úr Stofunni: Hjörvar segir níurnar arfaslakar

Jóhann Páll Ástvaldsson

,

Sérfræðingar Stofunnar, þeir Óskar Hrafn Þorvaldsson, Hjörvar Hafliðason og Hörður Magnússon, tókust á um framherja mótsins.

„Mér fannst ansi magnað að hlusta á gagnrýnina um Cristiano Ronaldo. Hvaða níur hafa getað eitthvað á þessu móti? Það er alltaf bara farið í þennan 39 ára gamla,“ sagði Hjörvar áður en hann listaði upp nær allar níur mótsins.

„Þú getur alveg dregið andann. Þetta er allt í lagi. Andaðu bara,“ sagði Kristjana Arnarsdóttir við Hjörvar.