6. júlí 2024 kl. 18:46
Íþróttir
EM í fótbolta 2024

Eng­land í und­an­úr­slit eftir víta­spyrnu­keppni

Englendingar eru komnir í undanúrslit á EM í fótbolta eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Sviss í átta liða úrslitunum í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu.

Fátt markvert gerðist á fyrstu 74 mínútum leiksins en þá komust Svisslendingar yfir. Eftir lága sendingu fyrir markið hafði boltinn viðkomu af varnarmanni og beint í veg fyrir Breel Embolo sem stýrði honum af harðfylgi í enska markið.

Það tók Englendinga þó aðeins fimm mínútur að jafna metin og það gerði Arsenalmaðurinn Bukayo Saka með glæsilegu marki. Skot hans af nærri 25 metra færi fór í fjærstöngina og inn, 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki, hvorki í venjulegum leiktíma né framlengingu svo vítaspyrnukeppni þurfti til að skera úr um sigurvegara.

Jordan Pickford markvörður Englendinga varði fyrstu vítaspyrnu Svisslendinga og það lagði grunninn að sigrinum því Englendingar skoruðu úr öllum sínum vítaspyrnum.

Players of England celebrate the equalizer during the UEFA EURO 2024 quarter-finals soccer match between England and Switzerland, in Dusseldorf, Germany, 06 July 2024.
EPA-EFE/MOHAMED MESSARA

England-Sviss vítakeppni

1-0 Cole Palmer (ENG)
1-0 Manuel Akanji (SVI)
2-0 Jude Bellingham
2-1 Fabian Schär
3-1 Bukayo Saka
3-2 Xherdan Shaqiri
4-2 Ivan Toney
4-3 Zeki Amdouni
5-3 Trent Alexander-Arnold

Síðar í kvöld kemur í ljóst hvort England mætir Hollandi eða Tyrklandi í undanúrslitunum en leikur þeirra hefst nú klukkan 19.