Demiral gæti farið í bann vegna úlfakveðjunnar
Merih Demiral, leikmaður tyrkneska karlalandsliðsins í fótbolta, gæti verið á leið í bann. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, er með fagn hans úr leik gærdagsins til rannsóknar.
Demiral skoraði bæði mörk Tyrklands í 2-1 sigri þeirra á Austurríki á EM í gær. Hann fagnaði með svokallaðri úlfakveðju sem tengist Gráu úlfunum, öfgahægrisamtökum í Tyrklandi sem kennd eru við fasisma og sumir vilja meina að séu hryðjuverkasamtök.
Leikmaðurinn segist hafa verið búinn að ákveða fagnið fyrirfram og að hann sé stoltur af því að vera Tyrki. Úlfakveðjan er bönnuð bæði í Austurríki og Frakklandi. Þýskir stjórnmálamenn hafa lagt til að kveðjan verði einnig bönnuð þar í landi.
Hvort Demiral fer í bann eða sleppum með sekt á eftir að koma í ljós en UEFA er einnig með fagn Bellingham gegn Slóvakíu til skoðunar.