Athugið að þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul

Rýnt í klæðaburð landsliðsmanns Frakka

Hans Steinar Bjarnason

Jóhann Páll Ástvaldsson heldur áfram að kafa ofan í hina ýmsu hliðarvinkla á Evrópumótinu. Að þessu sinni hitti hann fatahönnuðinn Hildi Yeoman sem er hrifin af klæðaburði franska landsliðsmannsins Koundé.

„Það virðast allir vera sammála um það að Jules Koundé sé að rústa þessu. Ég myndi segja að hann standi upp úr á mótinu. Hann er dálítið bara að leika sér sýnist mér. Óhræddur við að prófa eitthvað nýtt sem er klassískt notað sem kvenlegt. Hann er með stílista,“ segir Hildur m.a. og við fengum Unnar Stein Ingvarsson leikmann Fylkis í Bestu deildinni til að prófa nokkrar sambærilegar flíkur hjá Hildi.

Sjón er sögu ríkari.