Fagn Bellingham gæti dregið dilk á eftir sér
Jude Bellingham sá til þess að England hélt áfram þátttöku sinni á EM þegar hann skoraði mark á síðustu sekúndum leiksins gegn Slóvakíu í 16-liða úrslitum á mótinu í gær sem kom þeim í framlengingu, England vann svo leikinn 2-1. Verið er að skoða fagn Bellingham þegar hann skoraði jöfnunarmark Englands.Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu.
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu, Bellingham var með óviðeigandi látbragð eftir að hann skoraði með bakfallsspyrnu og sagt að hann hafi beint því að slóvakíska bekknum. Hann þóttist grípa um hreðjarnar og gæti átt von á refsingu frá UEFA.
🥱❌- An inside joke gesture towards some close friends who were at the game. Nothing but respect for how that Slovakia team played tonight.🤝🏽 https://t.co/H8sETMkPoi
— Jude Bellingham (@BellinghamJude) June 30, 2024
Miðjumaðurinn var fljótur að svara á samfélagsmiðlum og sagði að þetta væri einkahúmor sem hefði verið beint til náinna vina sinna í stúkunni. Enskir fjölmiðlar höfðu greint frá því að ekki hefði verið aðhafst meira í málinu en nú hefur verið staðfest að fagnið sé í skoðun.