19. júní 2024 kl. 15:01
Íþróttir
EM í fótbolta 2024

Gjasula allt í öllu þegar Króat­ía og Al­b­an­ía skildu jöfn

Fyrsta leik dagsins á EM í fótbolta er lokið og Albanía og Króatía gerðu 2-2 jafntefli. Liðin leika í B-riðli keppninnar ásamt Ítalíu og Spáni. Líkt og í fyrsta leik Albana á mótinu, gegn Ítalíu, byrjuðu þeir af miklum krafi og komust yfir strax á 11. mínútu leiksins þegar miðjumaðurinn Qazim Laçi kom þeim yfir með góðu marki.

Króatar komu hins vegar af krafti inn í seinni hálfleik og náðu að jafna metin þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Þá skoraði Andrej Kramarić laglegt mark. Tveimur mínútum síðar tóku þeir svo forustuna þegar Klaus Gjasula varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Allt leit út fyrir að sjálfmark Gjasula yrði sigurmarkið í leiknum en Gjasula var ekki á þeim buxunum. Hann jafnaði leikinn í uppbótatíma og allt ætlaði um koll að keyra á vellinum. Lokatölur urðu 2-2 í háspennuleik.

Klaus Gjasula fagnar marki
Klaus Gjasula fagnar með félögum sínumEPA

Leikir dagsins

16:00 Þýskaland – Ungverjaland: Upphitun í EM stofu frá 15:30.

19:00 Skotland – Sviss: Upphitun í EM stofu frá 18:30.