Athugið að þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul

„Illa ánægður að ná þessu afreki fyrir þetta félag“

Almarr Ormarsson

„Mér líður mjög vel,“ sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, eftir sigur gegn Fram í Mjólkurbikar karla í fótbolta í dag. „Öruggur sigur eftir á, þeir lágu svolítið á okkur í stöðunni 1-0, þó við hefðum alveg getað verið búnir að bæta við í fyrri hálfleik. Það voru svona fullmikil hlaup í byrjun seinni áður en við setjum annað markið en mjög ljúft að vera komnir í undanúrslit.“

Hallgrímur skoraði þriðja mark KA og um leið sitt 100. mark fyrir félagið.

„Þegar hann sagði mark númer 100, ég vissi það ekki. Án djóks, ég hélt ég þyrfti tvö í viðbót. En ég fékk bara gæsahúð, illa ánægður að ná þessu afreki fyrir þetta félag.“

Hallgrímur fékk lungnabólgu rétt áður en tímabilið byrjaði og hann viðurkennir að hafa oft verið í betra formi: „Þetta verður vonandi kominn um mitt sumar.“