Sjáðu mörkin: Aukaspyrnumark og umdeildur vítaspyrnudómur
Dregið á þriðjudag
Segjum þetta gott úr vaktinni í dag en minnum að sjálfsögðu á Bikarkvöld sem er á dagskrá RÚV 2.
Öll úrslit 16-liða úrslitanna:
Tindastóll 1-2 Þór/KA
Grótta 1-3 Keflavík
Grindavík 2-2 ÍA (Grindavík áfram eftir vítaspyrnukeppni)
Valur 8-0 Fram
Afturelding 1-0 Víkingur
FH 3-2 FHL
Þróttur 5-0 Fylkir
Stjarnan 3-4 Breiðablik
Dregið verður í 8-liða úrslitin bæði karla og kvenna á þriðjudaginn. Leikirnir fara svo fram 11. og 12. júní.
Þetta er búið! Breiðablik vinnur
Stjarnan nær ekki að búa sér til alvöru færi á þessum lokamínútum og Breiðablik vinnur 3-4 í bráðskemmtilegum leik.
Agla María rekin af velli!
Agla María Albertsdóttir fær sitt annað gula spjald þegar fimm mínútur eru eftir af framlengingunni. Er þetta líflína fyrir Stjörnuna?
Breiðablik fær víti
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir fer niður í teignum í baráttu við Caitlin Cosme og Bríet Bragadóttir dómari bendir á punktinn.
Alveg spurning hvort Vigdís hafi ekki bara runnið en víti dæmt og því verður ekki breytt.
Agla María skorar svo úr vítinu með fastri spyrnu. 3-4!
Framlenging, takk!
Bráðfjörugur leikur og við fáum 30 mínútur af honum í viðbót. Nær annað liðið að klára þetta í framlengingunni eða fáum við aðra vítaspyrnukeppni 16-liða úrslitanna?
Stjarnan jafnar rétt fyrir leikslok!
Esther Rós Arnarsdóttir gerir mjög vel að búa sér til pláss í teignum og hún klárar færið mjög vel. 3-3 þegar um tvær mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.
Framlenging? Allavega líklegt
Bæði lið búin að skora í seinni hálfleik
Stutt á milli marka!
Agla María Albertsdóttir kom Blikum í 1-3 á 55. mínútu og Andrea Mist Pálsdóttir svarar um hæl með frábæru marki beint úr aukaspyrnu.
2-3!
Eitt mark skilur liðin að í hálfleik
Það er kominn hálfleikur í Garðabænum og Breiðablik er enn með forystuna, 1-2. Það er nóg eftir hins vegar og gaman verður að sjá hvaða lið verður það síðasta til að komast í 8-liða úrslitin.
Stjarnan minnkar muninn
Garðbæingar bíta frá sér, Caitlin Meghani Cosme skallar fyrirgjöf Hönnuh Sharts í netið og staðan er því orðin 1-2 í Garðabænum.
Ásta Eir bætir við öðru marki Blika
Fyrirliðinn Ásta Eir Árnadóttir skorar annað mark Breiðabliks. Stjörnunni tekst ekki að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnu og Ásta Eir vippar boltanum laglega í færhornið og Blikar leiða 0-2.
Mark á fyrstu mínútu!
Leikurinn var varla farinn af stað þegar Birta Georgsdóttir var búin að skora fyrir Breiðablik. 0-1 í Garðabænum, alls ekki það sem Stjarnan hafði óskað sér.
Komnar til baka eftir höfuðhögg
Byrjunarliðin fyrir stórleik Stjörnunnar og Breiðabliks eru klár. Það er gaman að sjá Önnu Maríu Baldursdóttur, fyrirliða Stjörnunnar, í byrjunarliðinu en hún fékk höfuðhögg fyrir um tveim vikum og hefur verið að jafna sig af þeim.
Ekki er síður skemmtilegt að sjá Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur í byrjunarliði Breiðabliks en hún hefur mikið gleymt við höfuðmeiðsli undanfarin ár og ekki var víst að hún myndi spila í sumar. Hún hefur þó tekið þátt í fjórum Bestu deildar leikjum í sumar en þetta er hennar fyrsti byrjunarliðsleikur.
Leikurinn hefst 19:30 og bein útsending á RÚV 2 eða í spilaranum hér fyrir ofan klukkan 19:20.
5-0 lokatölur
Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir skoraði fimmta mark Þróttar rétt áður en flautað var til leiksloka og Þróttur vinnur því 5-0. Liðið er því komið í 8-liða úrslitin.
Við tökum okkur smá hvíld hér í vaktinni en mætum þegar styttist í lokaleik umferðarinnar, Stjarnan tekur á móti Breiðablik klukkan 19:30, útsending á RÚV 2 hefst kl. 19:20.
Strax í kjölfarið er svo Bikarkvöld á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leikina í 16-liða úrslitunum.
Þróttarar skora fjórða markið
Það hefur lítið gengið hjá Þrótturum í sumar en nú rigna mörkin inn. Freyja Karín Þorvarðardóttir skorar fjórða mark þeirra, 4-0, og stefnir allt í að þær fari áfram í bikarnum.
Þróttarar skora úr síðustu spyrnu fyrri hálfleiks
Þróttur leiðir 3-0 í hálfleik. Nú var þetta öfugt við fyrsta markið, Sierra Marie Lelii rennir boltanum út á Kristrúnu Rut Antonsdóttur sem klárar færið vel.
Hvað gera Árbæingar í seinni hálfleiknum? Þurfa þrjú mörk til að halda bikardraumnum á lífi.
Þróttarar tvöfalda forystu sína
María Eva Eyjólfsdóttir skorar annað mark Þróttara og kemur þeim í 2-0 á 33. mínútu. Er fyrsti sigur Þróttar í sumar í vændum?
FH vinnur
Leik lokið í Hafnarfirðinum þar sem FH vinnur 3-2 sigur gegn FHL. Sveiflukenndur leikur þar sem liðin skiptust á að leiða en að lokum var það Bestudeildarliðið sem tryggir sér farseðilinn í 8-liða úrslitin.
Þróttur skorar fyrsta markið í Laugardalnum
Sierra Marie Lelii með laglegan flugskalla eftir flotta fyrirgjöf Kristrúnar Rutar Antonsdóttur. 1-0 fyrir Þrótt gegn Fylki.
Þrjú mörk til viðbótar komin í leik FH og FHL
Staðan í Hafnarfirði er 3-2, FH í vil. Samantha Smith kom FHL yfir í 1-2 en FH er svo búið að skora tvívegis. Ída Marín Hermannsdóttir jafnaði metin og svo skoraði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir þriðja mark Hafnfirðinga.
Bikarmeistararnir úr leik - Afturelding áfram
Fyrsta liðið til að verða bikarmeistari sem Lengjudeildarlið fellur svo úr keppni gegn Lengjudeildarliði. Afturelding vinnur 1-0 og fer áfram en bikarmeistarar Víkings úr leik.
Leik lokið hjá Val og Fram
Búið að flauta til leiksloka á Hlíðarenda. Valur vinnur 8-0 og flýgur inn í 8-liða úrslitin.
Og svo urðu mörkin 8
Amanda Andradóttir klárar þrennuna með 8. marki Vals á 78. mínútu. Íslandsmeistararnir slaka ekkert á gegn Fram.
Amanda bætir tveimur við fyrir Val
Lítill vafi lengur á því hvorum megin sigurinn endar á Hlíðarenda. Amanda Andradóttir búin að skora tvö mörk í seinni hálfleik (47. og 69. mínúta) og staðan orðin 7-0.
FHL jafnar gegn FH
Emma Hawkins skoraði þetta laglega mark á 36. mínútu fyrir FHL gegn FH. 1-1 í hálfleik þar.
1. mark FH
Snædís María Jörundsdóttir skorar fyrsta mark FH á 13. mínútu gegn FHL í Kaplakrika.
5. mark Vals
Ísabella Sara Tryggvadóttir kom Val í 5-0 í lok fyrri hálfleiks. Erfið staða hjá Fram.
FH tekur forystuna
Snædís María Jörundsdóttir kemur FH-ingum yfir gegn FHL. 1-0 í Kaplakrika.
Það er kominn hálfleikur í hinum tveimur leikjunum þar sem Valskonur eru 5-0 yfir gegn Fram og Afturelding leiðir 1-0 gegn Víkingum.
Ísabella vill vera með
Ísabella Sara Tryggvadóttir skorar fimmta mark Valskvenna stuttu fyrir hálfleik. Nú er þetta aðalega spurning um hversu stór sigurinn verður.
Valur bætir við tveimur
Valur er komið í 4-0. Fyrst skoraði Guðrún Elísabet sitt annað mark og svo bætti Fanndís Friðriksdóttir við fjórða markinu.
Þá er leikur FH-FHL farinn af stað en hann hófst 14:30.
Valskonur tvöfalda forystuna
Valur er komið í 2-0 eftir mark Guðrúnar Elísabetar Björgvinsdóttur.
Gæti orðið erfiður dagur fyrir Framara ef Íslandsmeistararnir eru í stuði.
Íslandsmeistararnir leiða
Katie Cousins kemur Val yfir gegn Fram. Hún fékk fyrirgjöf og smellir boltanum í þverslána en nær sjálf frákastinu og afgreiðir þá boltann í netið. 1-0 á Hlíðarenda.
Afturelding er komið yfir gegn bikarmeisturunum!
Tíðindi úr Mosó! Afturelding skorar fyrsta mark leiksins en það gerði fyrirliðinn Hildur Karítas Gunnarsdóttir á áttundu mínútu.
Fyrstu leikir dagsins farnir af stað
Tveir leikir hófust núna klukkan 14:00 og í báðum mæta Bestudeildar lið liði úr næstefstu deild: Valur tekur á móti Fram og í Mosfellsbæ eigast Afturelding og Víkingur við.
Enn er markalaust í báðum leikjum þegar rétt rúmlega fimm mínútur eru liðnar.
Hversu langt fara bikarmeistararnir?
Eins og frægt er orðið varð Víkingur bikarmeistari í fyrra þrátt fyrir að spila í næstefstu deild. Þetta var í fyrsta skipti sem lið sem ekki leikur í efstu deild verður bikarmeistari.
Víkingar eru þó í efstu deild í ár þar sem liðið vann Lengjudeildina og liðið er sem stendur í fjórða sæti með sjö stig eftir fimm umferðir.
Í 16-liða úrslitunum mæta Víkingar Lengjudeildarliði Aftureldingar í Mosfellsbæ og verður fróðlegt að sjá hvort bikarmeistararnir fara áfram eða hvort við fáum jafnvel annað bikarævintýri neðrideildarliðs.
16-liða úrslitin klárast í dag
Þrír leikir fóru fram í gær og fóru þeir svona:
- Tindastóll 1-2 Þór/KA
- Grótta 1-3 Keflavík
- Grindavík 2-2 ÍA (Grindavík áfram eftir vítaspyrnukeppni)
Í dag eru svo fimm leikir og sýnum við tvo þeirra í beinni útsendingu:
- 14:00 Valur - Fram
- 14:00 Afturelding - Víkingur
- 14:30 FH - FHL
- 16:00 Þróttur - Fylkir (RÚV)
- 19:30 Stjarnan - Breiðablik (RÚV 2)
Bikarkvöld er svo á dagskrá á RÚV 2 um leið og leikur Stjörnunnar og Breiðabliks klárast og þar fara Einar Örn, Margrét Lára og Gunnar Birgis yfir alla leiki umferðarinnar.