31. janúar 2024 kl. 22:07
Íþróttir
Körfubolti

Njarð­vík klár­aði Val í seinni hálf­leik

Njarðvík tók á móti Val í eina leik kvöldsins í Subway-deild kvenna í körfubolta. Heimakonur unnu í spennandi leik, 79-67.

Valur, sem er ríkjandi Íslandsmeistari, hefur strögglað í deildinni í vetur en unnu þó topplið Keflavíkur í síðustu umferð. Þær voru líka yfir í hálfleik í kvöld, 39-40.

Njarðvíkingar voru ögn sterkari í upphafi seinni hálfleiks og leiddu með fjórum stigum fyrir síðasta leikhlutann. Valskonur voru nálægt því að jafna þegar um sex mínútur lifðu leiks en þá gáfu heimakonur í og unnu að lokum tólf stiga sigur.

Njarðvík er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, tveimur stigum frá Keflavík, en Valur er í sjöunda sæti með 12 stig.