Janus Daði Smárason, Ýmir Örn Gíslason og Viktor Gísli Hallgrímsson voru valdir bestir í tapi Íslands gegn Þýskalandi í kvöld. Janus var með sex úr níu skotum. Ýmir var með tólf löglegar stöðvanir og leiddi varnarleik Íslands. Þá var Viktor góður í marki Íslands og varði 13 skot. Þjóðin gaf þeim 4.1 stjörnur af 5 í einkunn í gegnum RÚV stjörnur forritið.
Næsti komu Björgvin Páll með 3.8 og Aron Pálmarsson með 3.5.
EPA
Í hverjum leik Íslands er hægt að velja um mann leiksins á EM karla í handbolta. Það er gert með því að ná í RÚV stjörnur smáforritið. Þar er kosið um hina ýmsu viðburði, hvort sem er landsleiki í íþróttum eða Eurovision.
Þjóðin mun áfram gefa leikmönnum einkunnargjöf í næstum leikjum.