Guðrún Kristín er íþróttaeldhugi ársins
Guðrún Kristín Einarsdóttir er íþróttaeldhugi ársins en hún var valin af valnefnd ÍSÍ. Íþróttaeldhugi ársins er valinn úr röðum sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni sem hafa í gegnum árin nýtt eigin hæfileika, frítíma og sérþekkingu til að efla íþróttastarfið í sínu nærumhverfi eða á landinu öllu.
Guðrún hefur síðustu ár unnið óeigingjarnt starf fyrir blaksamfélagið á Íslandi. Hefur hún starfað bæði fyrir Aftureldingu og Blaksamband Íslands.
Alls bárust 163 tilnefningar um 112 einstaklinga úr tuttugu íþróttagreinum. Þrír einstaklingar voru valdir úr þeirra röðum og valnefnd valdi að lokum Guðrún. Valnefndin var skipuð þeim Þóreyju Eddu Elísdóttur formanni, Kristínu Rós Hákonardóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur, Snorra Einarssyni og Degi Sigurðssyni.
Edvard Skúlason og Ólafur Elí Magnússon hlutu einnig tilnefningu. Edvar hefur starfað fyrir fótboltadeild Vals og Ólafur hefur starfað í nær öllum deildum íþróttafélagsins Dímon í Rangárþingi eystra.