Athugið að þessi frétt er meira en 1 árs gömul

Þórir: „Líklega eru það tvö bestu liðin sem mætast í úrslitaleiknum“

Hans Steinar Bjarnason

,

„Líklega eru það tvö bestu liðin sem mætast í úrslitaleiknum, með fullri virðingu fyrir hinum liðunum. Það er oft þannig að bestu liðin enda í úrslitaleiknum. Þetta er allt opið. Við skoðuðum síðasta leik gegn þeim, hvað gekk vel og hvað ekki, og notum þá vitneskju til að undirbúa okkur betur,“ sagði Þórir.

Henny Reistad fór á kostum með Noregi í undanúrslitunum gegn Danmörku þar sem hún skoraði 15 mörk, meðal annars sigurmarkið þegar ein sekúnda var eftir af framlengingunni. Hún segir Frakka kunna að riðla leik Noregs enda eina liðið sem hefur unnið Noreg á HM.

„Við þurfum aðallega að finna meira flæði í sókninni. Frökkum tókst mjög vel að riðla taktinum hjá okkur og stöðva okkar hefðbundna leik. Þær eru virkilega góðar í því svo flæðið verður ekki auðfundið.“