Holland vann Þýskaland 30-26 í leik um fimmta sætið á HM kvenna í handbolta í dag og Svartfjallaland hafði betur gegn Tékklandi í leik um sjöunda sætið, 28-24.
EPA-EFE/HANNIBAL HANSCHKE
Þar með liggur fyrir röð liðanna á HM upp að fjórða sætinu. Svíþjóð og Danmörk leika um bronsið klukkan 15 í beinni útsendingu á RÚV og sjálfur úrslitaleikurinn milli Frakklands og Noregs hefst klukkan 18 á RÚV 2.
Röð efstu liða
1-2 Frakkland-Noregur - úrslitaleikur 3-4 Svíþjóð-Danmörk - bronsleikur 5 Holland 6 Þýskaland 7 Svartfjallaland 8 Tékkland 25. ÍSLAND