Norska landsliðskonan Henny Reistad var valin besti leikmaður HM kvenna í handbolta sem lauk í kvöld. Viola Leuchter, Þýskalandi, var valin besti ungi leikmaðurinn.
EPA-EFE/Beate Oma Dahle
Nýkrýndir heimsmeistarar Frakka eiga þrjá af sjö leikmönnum úrvalsliðsins, Svíar eiga tvo leikmenn og svo Danmörk og Noregur einn hvort. Marketa Jerabkova frá Tékklandi varð langmarkahæsti leikmaður mótsins með 63 mörk, ellefu fleiri en Henny Reistad sem kom næst.