Danmörk er fjórða og síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum HM kvenna í handbolta. Liðið vann Svartfellinga með tveggja marka mun, 26-24. Danska liðið leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 13-10. Þá var liðið komið sjö mörkum yfir í seinni hálfleik.
EPA
Eitthvað virtust Danir hökta örlítið þá fyrir framan fulla höllina í Herning á heimavelli. Svartfellingar sóttu í sig veðrið en Sandra Toft í marki Dana sá til þess að liðið færi áfram á mótinu.
Anna Metta Hansen var með fjögur mörk fyrir Dani en Itana Grbic leiddi sóknarleik Svartfjallalands. Hún var með fjögur mörk í fimm leikjum.
Svíþjóð mætir Frakklandi og Danir leika gegn Noregi. Báðir leikirnir fara fram 15. desember og úrslitaleikurinn er 17. desember.