Frakkland fyrst í undanúrslit á HM
Frakkar unnu stórsigur á Tékkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM kvenna í handbolta í dag. Frakkar virtust ætla að stinga af í fyrri hálfleik og náðu þá mest fjögurra marka forystu en Tékkar bitu hressilega frá sér, minnkuðu muninn niður í eitt mark en Frakkar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 18-16.
Tékkar byrjuðu seinni hálfleikinn á því að minnka í 18-17 en meiri orka var ekki á tankinum og Frakkar stungu af. Tékkar skoruðu aðeins sex mörk í seinni hálfleik og Frakkar unnu 11 marka sigur, 33-22.
Frakkar eru því komnir í undanúrslit og mæta þar sigurvegaranum úr leik Svía og Þjóðverja sem eigast við á morgun miðvikudag. Tapliðið í þeirri viðureign mætir Tékkum í umspili um sæti 5-8.
Klukkan 19:30 mætast Holland og Noregur í öðrum leik átta liða úrslitanna í beinni útsendingu á RÚV 2.